Árið 1999 skrifaði ég ritgerð um Bakarí G. Ólafsson & Sandholt og tók m.a. viðtal við ömmu til þess að fá hennar frásögn. Hér fyrir neðan má lesa ritgerðina. 

Það kannast líklega flestir við bakarí G. Ólafsson & Sandholt eða Sandholtsbakarí eins og það er oftast kallað. Þetta bakarí var stofnað þann 3. apríl árið 1920 og er starfandi enn í dag. Stofnendur voru þeir Guðmundur Ólafsson og Stefán Sandholt. Eftir að Guðmundur féll frá árið 1952 tók Stefán að sér rekstur bakarísins. Síðan þá hefur það verið í eigu fjölskyldu hans en þegar hann féll frá tók Ásgeir Sandholt, sonur Stefáns, að sér reksturinn. Sonur Ásgeirs, Stefán Harald Sandholt er nú framkvæmdastjóri fyrirtækisins og sonur hans, Ásgeir Sandholt yngri er að læra iðnina úti í Kaupmannahöfn. Nú mun ég rekja stuttlega sögu bakarísins og segja frá því helsta varðandi það.

Smelltu hér fyrir neðan til þess að lesa ritgerðina.

Bakarí G. Ólafsson og Sandholt